Störf og námsvist
- www.opus.is :
- Forsíða ->
- Um OPUS lögmenn ->
- Störf og námsvist
OPUS lögmenn eru í stöðugri sókn og leggja áherslu á að hafa á að skipa starfsfólki í fremstu röð á hverjum tíma. Verkefni stofunnar eru mjög fjölbreytt, vinnuumhverfið hvetjandi og á stofunni ríkir góður starfsandi.
Við viljum hvetja alla þá sem hafa áhuga og metnað til að sækja um starf hjá okkur. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið [email protected] með ferilskrá og öðrum upplýsingum sem máli kunna að skipta.
OPUS lögmenn leggja áherslu á að halda góðum tengslum við lagadeildir háskólanna, bæði til að viða að sér nýrri þekkingu og gefa laganemum kost á að spreyta sig á sviði lögmennsku á meðan á námi stendur.
Stefna OPUS lögmanna er að fá reglulega til sín í námsvist framúrskarandi námsmenn sem eru reiðubúnir að láta gott af sér leiða og öðlast um leið reynslu og þekkingu á þeim viðfangsefnum sem íslenskir lögmenn fást við.
Þeir háskólanemar sem áhuga hafa á að komast í námsvist hjá OPUS lögmönnum geta sent tölvupóst á [email protected] með ferilskrá og öðrum viðhlítandi upplýsingum.