Um OPUS lögmenn

OPUS lögmenn hafa frá stofnun sinnt alhliða lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Frá því að stofan hóf göngu sína 1. desember 2006 hefur áhersla verið lögð á framúrskarandi og áreiðanlega lögfræðiþjónustu við viðskiptavini. OPUS lögmenn eru til húsa að Austurstræti 12a í miðbæ Reykjavíkur.

OPUS lögmenn hafa á að skipa öflugu starfsfólki sem leggur sig fram um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu ráðgjöf og hagsmunagæslu á hverjum tíma. Eftir rúmlega 16 ára starfsemi eru undirstöður OPUS lögmanna sterkar, hvort sem litið er til faglegra eða rekstrarlegra þátta.

Aðild að samtökum

OPUS lögmenn eru aðilar að Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ) og Evrópusamtökum lögmanna (CCBE). Þá eru eigendur OPUS lögmanna virkir þátttakendur í faglegu og félagslegu starfi lögmanna á Íslandi.

Nánar

Störf og námsvist

OPUS lögmenn eru í stöðugri sókn og leggja áherslu á að hafa á að skipa starfsfólki í fremstu röð á hverjum tíma. Verkefni stofunnar eru mjög fjölbreytt, vinnuumhverfið hvetjandi og á stofunni ríkir góður starfsandi.

Nánar

Hafðu samband

Aðalskrifstofa OPUS lögmanna er staðsett á 2. og 3. hæð í skrifstofubyggingunni að Austurstræti 12a. Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 til klukkan 17:00.

Nánar