OPUS lögmenn
Traust og öflug lögmannsstofa
OPUS lögmenn leggja áherslu á að veita viðskiptavinum sínum áreiðanlega og persónulega þjónustu.
Við veitum einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum og stofnunum alhliða lögfræðiþjónustu þar sem fagmennska er höfð að leiðarljósi.
Þjónusta
Einstaklingar
OPUS lögmenn veita einstaklingum lögfræðiþjónustu á öllum helstu réttarsviðum. Lögmenn okkar hafa reynslu, kunnáttu og drifkraft til að gæta þinna hagsmuna og sérhæfa sig í að leysa úr málum með skýrum og skjótum hætti og standa vörð um réttindi þín fyrir dómi er mest á reynir.
Fyrirtæki
Þjónusta við fyrirtæki og félög er hornsteinn í starfsemi OPUS lögmanna. Við mætum þörfum hvers og eins með faglegri en um leið persónulegri nálgun þannig að sérfræðiþekking okkar nýtist sem best fyrir fyrirtæki bæði stór og smá og af öllum gerðum.
Hið opinbera
Lögmenn okkar hafa sérþekkingu á sviði stjórnsýsluréttar og taka að sér fjölbreytt verkefni fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög. Við veitum bæði lögfræðiráðgjöf og aðstoð vegna einstakra mála og tökum að okkur stærri verkefni á öllum réttarsviðum sem viðkoma hinu opinbera.
Slysabætur
OPUS lögmenn hafa frá stofnun lagt mikla áherslu á bóta- og slysamál og hafa sérfræðingar stofunnar yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á þessum málaflokki. Til að tryggja þinn bótarétt er mikilvægt að þú hafir tafarlaust samband við sérfræðinga okkar sem vísa þér veginn.
Sagan
OPUS lögmenn hafa frá stofnun sinnt alhliða lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Frá því að lögmannsstofan hóf göngu sína 1. desember 2006 hefur áhersla verið lögð á framúrskarandi og áreiðanlega lögfræðiþjónustu við viðskiptavini.
Lögmannsstofan hefur á að skipa öflugu starfsfólki sem leggur sig fram um að veita bestu mögulegu ráðgjöf og hagsmunagæslu á hverjum tíma. Eftir tæplega tveggja áratuga starfsemi eru undirstöður OPUS lögmanna sterkar hvort sem litið er til faglegra eða rekstrarlegra þátta.