Þjónusta við einstaklinga
- www.opus.is :
- Forsíða ->
- Þjónusta við einstaklinga
Lögfræðiþjónusta OPUS lögmanna við einstaklinga byggir á mikilli reynslu og kunnáttu lögmanna stofunnar í málum vegna umferðar- og vinnuslysa, sakamála og hjúskapar-, erfða- og barnaréttarmála. Þá hafa OPUS lögmenn á að skipa lögmönnum með sérþekkingu á öllum sviðum fasteignamála.
OPUS Slysabætur
OPUS lögmenn hafa frá stofnun lagt mjög mikla áherslu á bóta- og slysamál og hafa sérfræðingar stofunnar yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á þessum málaflokki.
Fasteigna- og gallamál
OPUS lögmenn hafa á að skipa lögmönnum með sérþekkingu á öllum sviðum fasteignamála. Það geta til dæmis verið húsaleigu-, fjöleignarhúsa-, galla-, jarðamál og skipulags- og byggingarmál.
Innheimta og greiðsluerfiðleikar
OPUS lögmenn hafa á síðustu misserum sérhæft sig í málum sem tengjast greiðsluerfiðleikum einstaklinga í kjölfar bankahrunsins. Þau úrræði sem standa einstaklingum boða eru mörg og mismunandi og mikilvægt er að koma málum í réttan farveg í upphafi.
Sakamál
Ljóst er að sakamál geta haft mikil áhrif á líf sakborninga og fjölskyldu. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála eiga þeir sem sakaðir eru um refsiverða háttsemi alltaf rétt á aðstoð verjanda, bæði á rannsóknar- og dómstigi. Sérfræðingar OPUS lögmanna á þessu sviði hafa mikla þekkingu og reynslu þegar kemur að verjendastörfum sem og af málsmeðferð hjá lögreglu og dómstólum.
Fjölskylduréttur
Algengt er að einstaklingar leiti sér aðstoðar lögmanns vegna margvíslegrar óvissu sem skapast getur innan fjölskyldna, svo sem í kjölfar skilnaða eða dauðsfalla. Mikilvægt er að hafa greiðan aðgang að lögmanni sem má treysta að sýni fullan trúnað og gæti hagsmuna skjólstæðinga sinna á allan hátt.
Vinnuréttur og starfsmannamál
Starfsmenn OPUS hafa víðtæka reynslu af vinnuréttarmálum og geta veitt alhliða ráðgjöf á þessu sviði. Lögmenn OPUS hafa veitt atvinnurekendum, launþegum og opinberum aðilum ráðgjöf á þessum réttarsviðum.