Rebekka Ósk Gunnarsdóttir
- Lögmaður
- [email protected]
Rebekka Ósk Gunnarsdóttir er einn eigenda OPUS lögmanna. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2021.
Helstu sérsvið Rebekku eru skaðabótaréttur, fjölskyldu- og erfðaréttur, barnavernd og sakamál.
Starfsferill
Samhliða námi starfaði Rebekka hjá Sjúkratryggingum Íslands, samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í dómsmálaráðuneytinu var Rebekka í starfsnámi og einnig sumarstarfi sem laganemi.
Rebekka var aðstoðarkennari í almennri lögfræði og einnig aðstoðaði hún kennara lagadeildar við skrif á nýju námsefni í rannsóknarverkefni á vegum Lagastofnunar.
Eftir útskrift hefur Rebekka skrifað skýrslu með Trausta Fannari Valssyni, dósent í stjórnsýslurétti, um kæruheimildir í stjórnsýslunni byggða á meistararitgerð hennar. Einnig hefur hún starfað hjá Lagastofnun.
Menntun
Rebekka Ósk lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 2015. Hún hóf nám við lagadeild Háskóla Íslands sama ár og lauk B.A. gráðu í lögfræði með fyrstu einkunn árið 2018.
Meistararitgerð Rebekku var á sviði stjórnsýsluréttar og fjallaði um samspil 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og sérákvæða laga um kæruheimild með áherslu á sjálfstæðar stjórnsýslunefndir.
Annað
Rebekka tók virkan þátt í starfi Orators, félags laganema. Hún sat í árshátíðarnefnd Orators 2017, var varadeildarfulltrúi 2017 og 2018 og tók virkan þátt í lögfræðiaðstoð Orators. Hún sat í Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands tímabilið 2017-2018.