Karol Walejko

Karol Walejko

Karol starfar sem fulltrúi hjá OPUS lögmönnum. Hann lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2022 og stefnir að útskrift með meistaragráðu frá sömu deild vorið 2024.

Starfsferill

Karol starfaði sem tryggingaráðgjafi hjá VÍS sumarið 2021. Samhliða námi starfaði hann svo hjá lögmannsstofunni Valdimarsson og við eigin atvinnurekstur í kringum löggiltar skjalaþýðingar og túlkun.

Menntun

Karol lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2017. Hann hóf svo nám við lagadeild Háskóla Íslands árið 2019 og lauk BA-gráðu í lögfræði með fyrstu einkunn árið 2022. Karol hyggst ljúka meistaragráðu frá sömu deild vorið 2024.

BA-ritgerðin hans fjallaði um ákvörðun árslauna við óvenjulegar aðstæður sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með áherslu á erlenda aðila sem hafa nýhafið störf hér á landi.

Þá er hann löggiltur skjalaþýðandi úr pólsku yfir á íslensku frá ágúst 2022 og er hann aðeins sá fjórði á landinu til þess að vera með þau tilteknu réttindi.