OPUS lögmenn hafa frá stofnun lagt mjög mikla áherslu á bóta- og slysamál og hafa sérfræðingar stofunnar yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á þessum málaflokki.
Slysatilvik sem við aðstoðum þig með
Umferðarslys
Bótaréttur vegna umferðarslysa er mjög ríkur hér á landi. Ef hinn slasaði verður fyrir tjóni, tímabundnu eða varanlegu, á hann venjulega rétt á að fá það bætt frá vátryggingafélagi tjónvalds. Ekki þarf að sanna sök og sami réttur er til bóta hvort sem tjónþoli var í rétti eða órétti.
Vinnuslys
Mikilvægt er að leita réttar síns sem fyrst eftir vinnuslys en tilkynna þarf slys til viðeigandi vátryggingafélags og til Sjúkratrygginga Íslands innan árs frá slysi til að eiga ekki í hættu á að glata bótarétti sínum.
Þegar slys hendir þá aðstoðum við þig alla leið
Líkamsárás
Einstaklingur sem verður fyrir líkamsárás getur gert kröfu um skaðabætur úr hendi árásarmannsins. Mikilvægt er að kæra líkamsárásina og leggja fram bótakröfu. Hægt er að gera kröfu um miskabætur í sakamálinu gegn brotamanninum og einnig er hægt að gera kröfu um skaðabætur vegna varanlegs tjóns sem hlýst af árásinni ef það liggur fyrir.
Annað
Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni hvetjum við þig til að hafa samband við okkur og kanna rétt þinn. Við aðstoðum einnig við innheimtu dánarbóta og bóta fyrir missi framfæranda.