Karol Walejko
Starfsferill
Karol starfaði sem tryggingaráðgjafi hjá VÍS sumarið 2021. Samhliða námi starfaði hann svo hjá lögmannsstofunni Valdimarsson og við eigin atvinnurekstur í kringum löggiltar skjalaþýðingar og túlkun.
Menntun
Karol lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2017. Hann hóf svo nám við lagadeild Háskóla Íslands árið 2019 og lauk BA-gráðu í lögfræði árið 2022 og meistaragráðu í lögfræði árið 2024.
BA-ritgerðin hans fjallaði um ákvörðun árslauna við óvenjulegar aðstæður sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með áherslu á erlenda aðila sem hafa nýhafið störf hér á landi. Meistararitgerðin fjallaði um mat á orsakatengslum á milli líkamstjóns og umferðar- eða vinnuslysa.
Þá er hann löggiltur skjalaþýðandi úr pólsku yfir á íslensku frá ágúst 2022 og er hann aðeins sá fjórði á landinu til þess að vera með þau tilteknu réttindi.