Flosi H. Sigurðsson er einn af eigendum OPUS lögmanna. Hann lauk MA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2010 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi síðar sama ár. Flosi öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Landsrétti árið 2018 og fyrir Hæstarétti 2021. Sérsvið Flosa eru sifja- og erfðaréttur, refsiréttur, sveitarstjórnarréttur, skipulags- og byggingarlöggjöf, stjórnsýsluréttur og skiptastjórn þrota- og dánarbúa.
Flosi H. Sigurðsson
Flosi sinnir jafnframt allri almennri lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, hann hefur mikla reynslu af málflutningi fyrir dómi og hefur sinnt lögfræðilegri skjalagerð á flestum sviðum lögfræðinnar.
Starfsferill
- OPUS lögmenn, lögmaður frá árinu 2023.
- Lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga árið 2023.
- Sviðsstjóri hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð árin 2020-2022.
- OPUS lögmenn, lögmaður frá árinu 2010-2020.
- Háskólinn á Bifröst – Stundakennsla í málflutningi og skjalagerð frá 2022.
- Háskóli Íslands – Stundakennsla í Refsirétti 2013-2017.
- Advocatus lögmannsþjónusta 2009-2010.
- Veita Innheimtuþjónusta 2009.
- Háskóli Íslands 2008-2009 – aðstoðarkennsla í almennri lögfræði og stjórn-skipunarrétti.
Menntun
Flosi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 2004. Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010. Lokaritgerð hans var á sviði refsiréttar og fjallaði um mansal, nánar tiltekið 227. gr. a. hgl. Jafnframt hefur Flosi setið fjölda námskeiða á vegum Lögmannafélags Íslands til endurmenntunar á sínum sérsviðum.
Annað
- Þátttakandi í málflutningskeppni Orator 2008.
- Þátttakandi í norrænu málflutningskeppninni 2009.
- Varamaður í nefnd um eftirlit með störfum lögreglu frá árinu 2018.
- Stjórnarmaður í Menntaskóla Borgarfjarðar frá árinu 2019.