Skip to content

Flosi H. Sigurðsson

Flosi H. Sigurðsson er einn af eigendum OPUS lögmanna. Sérsvið Flosa eru stjórnsýsluréttur, sveitarstjórnarréttur, sifja- og erfðaréttur, refsiréttur, skipulags- og byggingarlöggjöf, og skiptastjórn þrota- og dánarbúa. Flosi sinnir jafnframt allri almennri lögfræðiþjónustu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og  einstaklinga. Hann hefur mikla reynslu af málflutningi fyrir dómi og hefur sinnt lögfræðilegri skjalagerð á flestum sviðum lögfræðinnar.

 

Starfsferill

  • OPUS lögmenn, lögmaður frá árinu 2024.
  • Lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga árið 2023-2024.
  • Sviðsstjóri hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð árin 2020-2022.
  • OPUS lögmenn, lögmaður frá árinu 2010-2020.
  • Háskólinn á Bifröst – Umsjónarmaður námskeiðs í málflutningi og skjalagerð frá 2022.
  • Háskóli Íslands – Stundakennsla í Refsirétti 2013-2017.
  • Háskóli Íslands 2008-2009 – aðstoðarkennsla í almennri lögfræði og stjórn-skipunarrétti.

Menntun

Flosi lauk MA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2010 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi síðar sama ár. Flosi öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Landsrétti árið 2018 og fyrir Hæstarétti 2021. Jafnframt hefur Flosi setið fjölda námskeiða á vegum Lögmannafélags Íslands til endurmenntunar á sínum sérsviðum.

Annað

  • Varamaður í nefnd um eftirlit með störfum lögreglu frá árinu 2018. Aðalmaður frá árinu 2025.
  • Stjórnarmaður í Menntaskóla Borgarfjarðar frá árinu 2019.