Skip to content

Erlendur Þór Gunnarsson

Erlendur Þór Gunnarsson er einn eiganda OPUS lögmanna. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2003, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi ári síðar og málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 2010. Sérsvið Erlends eru kröfuréttur, fasteignaréttur, félagaréttur og verktakaréttur.

Starfsferill

Erlendur Þór starfaði með námi í lagadeild hjá Vátryggingafélagi Íslands og Skattrannsóknarstjóra ríkisins. Eftir útskrift frá lagadeild HÍ hóf Erlendur Þór störf sem fulltrúi hjá lögmannsstofunni AM Praxis. Þar annaðist hann fjölbreytt verkefni á sviði kröfuréttar, fasteignaréttar og samningaréttar. Árið 2005 flutti hann sig um set til Lögmanna við Austurvöll, þar sem hann sinnti málum á sömu sviðum, auk félagaréttar. Erlendur Þór hefur starfað hjá OPUS lögmönnum frá stofnun stofunnar, þann 1. desember 2006. Erlendur hefur mikla reynslu af málflutningsstörfum og hefur hann flutt vel á þriðja hundrað mála fyrir dómstólum.

Menntun

Erlendur Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1996. Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2003. Lokaritgerð Erlends var á sviði samkeppnisréttar og ber heitið Samningar og samstarf samkeppnisaðila.