Bjarni Þór Sigurbjörnsson
Starfsferill
Samhliða námi á árunum 2008-2011 starfaði Bjarni Þór á fjármála- og stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar, en vorið 2011 réð hann sig til starfa hjá OPUS lögmönnum. Með námi var hann aðstoðarkennari í skaðabótarétti við Háskóla Íslands og hefur verið gestakennari við lagadeild Háskólans á Bifröst frá 2022.
Menntun
Bjarni Þór lauk stúdentsprófi sem dúx frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2009. Hann lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Meistararitgerð hans var á sviði réttarfars og fjallaði um heimildir dómara til að fara út fyrir kröfur og málsástæður aðila einkamáls.
Annað
Meðfram námi í Háskóla Íslands sat Bjarni Þór í ritnefnd 64. og 65. árg. Úlfljóts, tímarits laganema. Hann tók þátt í málflutningskeppni Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, sem fram fór í Hæstarétti árið 2012. Þá keppti hann ásamt liði Háskóla Íslands í Philip C. Jessup alþjóðlegu málflutningskeppninni í Washington árið 2014.