OPUS Slysabætur

OPUS lögmenn hafa frá stofnun lagt mjög mikla áherslu á bóta- og slysamál og hafa sérfræðingar stofunnar yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á þessum málaflokki.

Þegar slys ber að garði þá aðstoðum við þig alla leið:

  • Við sækjum um endurgreiðslu á öllum útlögðum kostnaði. 
  • Fáum tekjutap þitt greitt. 
  • Innheimtum bætur vegna varanlegra afleiðinga

Umferðarslys

Bótaréttur vegna umferðarslysa er mjög ríkur hér á landi. Ef hinn slasaði verður fyrir tjóni, tímabundnu eða varanlegu, á hann rétt á að fá það bætt frá vátryggingafélagi tjónvalds. Ekki þarf að sanna sök og sami réttur er til bóta hvort sem tjónþoli var í rétti eða órétti. Bótaþættir vegnar umferðarslysa eru þjáningabætur, miskabætur og bætur fyrir varanlega örorku. Þá er einnig bættur útlagður kostnaður tjónþola og tímabundið tekjutap hans vegna umferðarslyssins.

Vinnuslys

Öllum vinnuveitendum ber samkvæmt kjarasamningum að slysatryggja starfsmenn sína. Réttur til bóta úr slysatryggingu launþega er óháður orsökum slyssins en oftast má rekja vinnuslys til svokallaðra óhappatilvika sem ekki verða rakin til atvika sem annar ber ábyrgð á. Launþegatryggingar eru svokallaðar summutryggingar. Í því felst að tryggingin hefur ákveðna hámarksfjárhæð og sú fjárhæð fer eftir kjörum starfsmanns samkvæmt kjarasamningi. Þá kann tjónþoli að eiga rétt á greiðslu dagpeninga ef hann er óvinnufær vegna vinnuslyss.

Mikilvægt er að leita réttar síns sem fyrst eftir vinnuslys en tilkynna þarf slys til viðeigandi vátryggingafélags og til Sjúkratrygginga Íslands innan árs frá slysi til að eiga ekki í hættu á að glata bótarétti sínum.

Ef rekja má slys til vanbúnaðar á vinnustað, mistaka eða saknæmrar háttsemi (gáleysis/ásetnings) vinnuveitanda eða annarra starfsmanna getur tjónþoli átt rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda síns. Bótaréttur samkvæmt ábyrgðartryggingu er mjög mikill og á allt tjón tjónþola að vera bætt, hvort sem um er að ræða tímabundið tjón svo sem tekjutap og útlagðan kostnað eða bætur fyrir varanlegar afleiðingar slyssins.

Frítímaslys

Tjónþolar eru almennt með minnstu tryggingaverndina þegar kemur að frítímaslysum og stundum jafnvel enga. Tryggingar vegna frítímaslysa eru almennt hluti af heimilistryggingum fólks en einnig getur verið bótaréttur til staðar hjá Sjúkratryggingum Íslands ef slys gerist við heimilisstörf. Bótarétturinn er mismunandi og fer eftir tryggingu hvers og eins. Frítímaslysatryggingar eru svokallaðar summutryggingar.  Í því felst að tryggingin felur í sér ákveðna hámarksupphæð fyrir læknisfræðilega örorku og innlendan sjúkrakostnað. Í mörgum tryggingum eru greiddir dagpeningar ef viðkomandi er óvinnufær eftir slys. Sú fjárhæð er fyrirframákveðin í tryggingunni.

Mikilvægt er að kanna rétt sinn sem fyrst og tilkynna slys innan árs til viðeigandi vátrggingafélags svo bótaréttur glatist ekki.

Læknamistök

Ef mistök eiga sér stað við læknismeðferð getur viðkomandi sjúklingur átt rétt á bótum á grundvelli laga um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 eða á grundvelli reglna um skaðabótaábyrgð. Áður en krafa er gerð um bætur vegna tjóns við læknismeðferð þarf að skoða hvort umrædd meðferð hafi átt sér stað á opinberri heilbrigðisstofnun eða á einkarekinni læknastofu.

Ekki er ávallt gerð krafa um að mistök hafi átt sér stað. Sjúklingar geta einnig átt rétt á bótum ef fylgikvilli læknismeðferðar er meiri en svo að sanngjarnt þyki að sjúklingur beri bótalaust.

Líkamsárás

Einstaklingur sem verður fyrir líkamsárás getur gert kröfu um skaðabætur úr hendi árásarmannsins. Mikilvægt er að kæra líkamsárásina og leggja fram bótakröfu. Hægt er að gera kröfu um miskabætur í sakamálinu gegn brotamanninum og einnig er hægt að gera kröfu um skaðabætur vegna varanlegs tjóns sem hlýst af árásinni ef það liggur fyrir.

Annað

Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni hvetjum við þig til að hafa samband við okkur og kanna rétt þinn. Við aðstoðum einnig við innheimtu bóta úr sjúklingatryggingu og ef gera á kröfu um dánarbætur.


 

Hringdu í síma 415 2200 og pantaðu viðtal.

  • Fyrsta viðtal frítt.
  • Engar bætur - engin þóknun.

Sérfræðingar OPUS lögmanna í slysabótum eru: