Fjölskylduréttur

Algengt er að einstaklingar leiti sér aðstoðar lögmanns vegna margvíslegrar óvissu sem skapast getur innan fjölskyldna, svo sem í kjölfar skilnaða eða dauðsfalla. Mikilvægt er að hafa greiðan aðgang að lögmanni sem má treysta að sýni fullan trúnað og gæti hagsmuna skjólstæðinga sinna á allan hátt.

Vilji hjón að ákveðnar eignir eða hluti þeirra verði séreignir annars, þrátt fyrir hjúskap, annast OPUS lögmenn gerð kaupmála og sjá um nauðsynleg samskipti við yfirvöld vegna hans. Það sama á við um gerð erfðaskráa og skipti á dánarbúum. OPUS lögmenn hafa víðtæka reynslu af þessum málum og sjá til þess að þau séu afgreidd hratt og örugglega.

Við skilnað hjóna eða slit óvígðrar sambúðar er æskilegt að leita aðstoðar lögmanns enda eru oft verulegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Ekki er síður ástæða til að ráðfæra sig við lögmann ef álitaefni vakna vegna barna við skilnað. Hér getur til dæmis reynt á reglur um forsjá, lögheimili, umgengnisrétt og meðlag. Leggja OPUS lögmenn sig í líma við að ná farsælli niðurstöðu í þessum málum sem oft liggja þungt á viðskiptavinum.

Sérfræðingar OPUS lögmanna á sviði sifja-, erfða- og barnaréttar eru: