Greiðsluerfiðleikar

OPUS lögmenn hafa á síðustu misserum sérhæft sig í málum sem tengjast greiðsluerfiðleikum einstaklinga í kjölfar bankahrunsins. Þau úrræði sem standa einstaklingum boða eru mörg og mismunandi og mikilvægt er að koma málum í réttan farveg í upphafi.

Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu af umsjón með greiðsluaðlögun einstaklinga sem og samningum fyrir hönd einstaklinga við bankastofnanir og innheimtufyrirtæki.

Miklu skiptir fyrir einstaklinga sem lenda í greiðsluerfiðleikum að leita ráðgjafar sem fyrst og eru sérfræðingar OPUS lögmanna reiðubúnir að bregðast við þegar slík úrlausnarefni eru annars vegar.

Helstu sérfræðingar OPUS lögmanna vegna greiðsluerfiðleika eru: