Fasteigna- og gallamál

OPUS lögmenn hafa á að skipa lögmönnum með sérþekkingu á öllum sviðum fasteignamála. Það geta til dæmis verið húsaleigu-, fjöleignarhúsa-, galla-, jarðamál og skipulags- og byggingarmál.

Ein af stærstu fjárfestingum hvers einstaklings er iðulega bundin í fasteign hans. Því er afar mikilvægt að vandað sé til verks þegar kemur að viðskiptum með svo mikilvæga fjárfestingu eða öðrum lögfræðilegum úrlausnarefnum henni tengdum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að ef látið er hjá líða að gæta réttar síns og fylgja honum eftir innan hæfilegra tímamarka, getur það valdið því að réttur til að krefjast bóta og/eða efnda falli niður.

OPUS lögmenn veita lögfræðilega aðstoð á öllum sviðum fasteignamála. Má þar nefna hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum í skipulagsmálum, ráðgjöf og upplýsingamiðlun varðandi ýmsa þætti fasteignaviðskipta, aðstoð í gallamálum, milligöngu um leigu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, gerð eignaskiptayfirlýsinga og kaupsamninga og ráðgjöf um túlkun og beitingu jarðalaga og samningsbundinna forkaupsréttarákvæða.

Einnig hafa OPUS lögmenn yfir að ráða sérfræðingum í verktakarétti. Veitt er aðstoð við gerð verksamninga, túlkun verksamninga í ágreiningsmálum, ráðgjöf og aðstoð við útboð, ráðgjöf varðandi skyldur verktaka og verkkaupa, sem og lögfræðilega aðstoð í ágreiningsmálum, þegar um skiladrátt er að ræða, vanefndir eru til staðar eða galla að finna á verki.

Sérfræðingar OPUS lögmanna í fasteigna- og gallamálum eru: