I. Persónuverndarstefna OPUS lögmanna ehf.
OPUS lögmenn ehf. (hér eftir „félagið“) ber ábyrgð á því að vinnsla persónuupplýsinga í starfsemi lögmannsstofunnar samræmist lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og öðrum reglum, tilmælum og leiðbeiningum sem gilda um persónuvernd á hverjum tíma. Með persónuupplýsingum er átt við upplýsingar sem geta auðkennt tiltekin einstakling beint eða óbeint sbr. nánari skilgreiningu á hugtakinu í 2. tölul. 3. gr. persónuverndarlaga.
II. Tilgangur persónuverndarstefnunnar
Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu er að upplýsa hvernig félagið safnar og vinnur persónuupplýsingar í tilfellum þar sem það er í stöðu ábyrgðaraðila í tenglum við samskipti félagsins við viðskiptavini og aðra sem kunna að eiga í viðskiptatengslum eða samskiptum við félagið.
III. Vinnsla persónuupplýsinga
Til þess að geta komið á viðskiptum eða veita þjónustu kann að vera nauðsynlegt að vinna persónuupplýsingar um viðskiptavini og þá tengiliði sem koma fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið. Þá vinnur félagið ýmsar persónuupplýsingar um tilvonandi eða hugsanlega viðskiptavini í þeim tilgangi að mynda viðskiptasambönd s.s. upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer.
Þær persónuupplýsingar sem félagið meðhöndlar eru eingöngu nýttar á grundvelli heimildar sem félaginu hefur verið veitt til þess á grundvelli umboðs eða laga. Þá eru upplýsingarnar eingöngu nýttar til þess að tryggja þá þjónustu sem félagið býður viðskiptavinum sínum.
IV. Öryggi persónuupplýsinga
Hjá OPUS lögmönnum ehf. skiptir öryggi og nákvæmni upplýsinga miklu máli. Til að tryggja öryggi persónuupplýsinga gegn óheimilum aðgangi, notkun þeirra eða miðlun notast félagið við tæknilegar og skipulegar ráðstafanir s.s. aðgangsstýringar í kerfum félagsins.
Þagnarskylda hvílir á starfsmönnum og þeim sem starfa í umboði OPUS lögmanna ehf. samkvæmt reglum félagsins.
V. Varðveislutími
Varðveislutími persónuupplýsinga er mismunandi eftir því hvaða upplýsingar er um að ræða. Almennt eru upplýsingar um viðskiptavini og tengiliði þeirra geymdar í 4 ár frá því að viðskiptasambandi lýkur. Í sumum tilvikum gæti þó verið nauðsynlegt að varðveita upplýsingarnar lengur eða þeim gæti verið eytt fyrr vegna rekstrarlegra sjónarmiða. Þessi stefna skuldbindur þó ekki félagið til að geyma upplýsingar í þann tíma sem að hámarki er heimill samkvæmt stefnunni. Persónuupplýsingar sem falla undir bókhaldslög eru geymdar í 7 ár frá lokum viðkomandi reikningsárs eða eins og lög kveða á um á hverjum tíma. Félagið leggur áherslu á að geyma persónuupplýsingar ekki lengur en þörf er á í samræmi við tilgang vinnslunnar. Í tilteknum tilvikum gæti félagið þó þurft að geyma persónuupplýsingar lengur vegna lagaskyldu, að beiðni stjórnvalda eða vegna ágreiningsmála.
VI. Réttindi hins skráða
Samkvæmt persónuverndarlögum kunna einstaklingar sem félagið vinnur persónuupplýsingar um að eiga rétt til að óska eftir aðgangi að sínum persónuupplýsingum, gera kröfu um leiðréttingu, eyðingu, miðlun þeirra eða takmörkun á vinnslu.
Fyrirspurnir og tilkynningar er varða persónuvernd má beina til félagsins á netfangið opus@opus.is
VII. Vefkökur
Félagið notar vefkökur (e. cookies), sem eru litlar textaskrár vistaðar á tölvu eða öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu félagsins. Vefkökur geyma tilteknar upplýsingar, t.d. í því skyni að greina notkun á vefsvæðum eða vista stillingar notenda. Flestir vafrar bjóða upp á möguleika á að stilla þá þannig að þeir samþykki ekki vefkökur.
VIII. Breytingar og gildistaka
Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á ofangreindu án fyrirvara. Ný útgáfa persónuverndarstefnu tekur gildi um leið og hún er birt á vef félagsins.
Persónuverndarstefnu þessari var síðast breytt 4. nóvember 2024.