Skip to content

Felicia Mariana Pralea

Felicia hóf störf sem lögmaður hjá OPUS lögmönnum í ágúst 2024. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2022 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2024.

Starfsferill

Frá árinu 2010 hefur Felicia sinnt starfi sem túlkur og þýðandi frá rúmensku yfir á íslensku.  Undir lok laganáms sat hún sem starfsnemi hjá embætti héraðssaksóknara og starfaði hluta árs 2023 sem lögfræðingur hjá Claudia & Partners Legal Services.

Menntun

Felicia stundaði framhaldsskólanám í Rúmeníu sem er hennar upprunaland en hún flutti til Íslands árið 2007 og talar reiprennandi íslensku. Hún öðlaðist BA-próf í frönskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 2016.

Felicia tók þátt í  sumarskóla á vegum Stokkhólmsháskóla sumarið 2019 þar sem hún stundaði nám í alþjóðlegum mannréttindum (International Human Rights).

Annað

Í laganámi tók Felicia virkan þátt í lögfræðiaðstoð Lögréttu, félags laganema Háskólans í Reykjavík. Hún hefur sinnt ýmsum félagsstörfum og meðal annars veitt erlendum aðilum aðstoð og ráðgjöf um íslenskt samfélag, menningu og réttakerfi, svo þeir geti aðlagast því sem best.

Felicia talar íslensku, rúmensku, ensku, ítölsku og frönsku.