Erlendur Þór Gunnarsson
Starfsferill
Erlendur Þór starfaði með námi í lagadeild hjá Vátryggingafélagi Íslands og Skattrannsóknarstjóra ríkisins. Eftir útskrift frá lagadeild HÍ hóf Erlendur Þór störf sem fulltrúi hjá lögmannsstofunni AM Praxis. Þar annaðist hann fjölbreytt verkefni á sviði kröfuréttar, fasteignaréttar og samningaréttar. Árið 2005 flutti hann sig um set til Lögmanna við Austurvöll, þar sem hann sinnti málum á sömu sviðum, auk félagaréttar. Erlendur Þór hefur starfað hjá OPUS lögmönnum frá stofnun stofunnar, þann 1. desember 2006. Erlendur hefur mikla reynslu af málflutningsstörfum og hefur hann flutt vel á þriðja hundrað mála fyrir dómstólum.
Menntun
Erlendur Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1996. Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2003. Lokaritgerð Erlends var á sviði samkeppnisréttar og ber heitið Samningar og samstarf samkeppnisaðila.