Hafðu samband

Skrifstofa OPUS lögmanna er staðsett í hjarta höfuðborgarinnar, á 6. hæð í skrifstofubyggingunni að Austurstræti 17, við hliðina á Héraðsdómi Reykjavíkur og gegnt bókaversluninni Eymundsson (Sjá á korti hér að neðan).  Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 til klukkan 17:00.

OPUS lögmenn ehf.
Austurstræti 17
101 Reykjavík

Sími: 415-2200

Við tökum einnig við erindum á opus@opus.is

Sólarhringsþjónusta

Í hinu daglega lífi er atburðarásin stundum hraðari en margan órar fyrir. Bæði fyrirtæki og einstaklingar geta þurft aðstoð lögmanns fyrirvaralaust til að tryggja hagsmuni sína. Sem dæmi má annars vegar taka rannsóknir opinberra eftirlitsaðila og lögreglu og hins vegar slys og óhöpp ýmiss konar. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að geta treyst því að fá að ræða við þína lögmenn án tafar á hvaða tíma sólarhrings sem er.

OPUS lögmenn eru stoltir af því að vera fyrsta íslenska lögmannsstofan sem býður viðskiptavinum sínum sólarhringsþjónustu. Í því felst að þú átt kost á því að ráðfæra þig við lögmenn okkar hvenær sem nauðsyn krefur í síma 415 2200.

Sólarhringsþjónusta OPUS lögmanna er opin öllum viðskiptavinum stofunnar og er ekki krafist sérstaks gjalds fyrir hana umfram aðra þjónustu. Er hér um að ræða mikið hagræði og öryggi fyrir viðskiptavini okkar.

Kort sem sýnir skrifstofu OPUS lögmanna