Þyrí Magnúsdóttir

Þyrí Magnúsdóttir

Þyrí starfar sem fulltrúi hjá OPUS lögmönnum. Hún lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2019.

Starfsferill

Samhliða námi hefur Þyrí sinnt ýmsum þjónustustörfum. Árið 2020 hóf hún síðan störf hjá félagsmálaráðuneytinu þar sem hún sá meðal annars um greiningu og ritun útdrátta dóma Félagsdóms.

Menntun

Þyrí lauk stúdentsprófi af náttúrufræði- og málabraut frá Menntaskólanum Hraðbraut árið 2012. Hún lagði stund á spænsku við tungumálaskólanndon Quijoteárið 2013 og útskrifaðist þaðan með framúrskarandi skilning í B1.

Þyrí útskrifaðist með BA-gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2019. BA-ritgerð hennar var á sviði Evrópuréttar og fjallaði um samspil ráðgefandi álita EFTA-dómstólsins og samningsbrotamála.

Annað

Þyrí tók þátt í málflutningskeppni Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, sem fram fór í Hæstarétti árið 2016. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í lögfræðiaðstoð Orators samhliða laganáminu og sinnir hlutverki framkvæmdastýru lögfræðiaðstoðarinnar skólaárið 2020-2021.