Gísli Laufeyjarson Höskuldsson
- Fulltrúi
- [email protected]
Gísli starfar sem fulltrúi hjá OPUS lögmönnum. Hann lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2023.
Starfsferill
Samhliða námi hafði Gísli með höndum ýmis þjónustu- og skrifstofustörf. Þá sat hann í stjórn Menntasjóðs Námsmanna frá 2023 til 2024. Hann hóf störf hjá OPUS lögmönnum árið 2024.
Menntun
Gísli útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hann lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands með fyrstu einkunn árið 2023.
BA-ritgerðin hans fjallaði um túlkun samninga með hliðsjón af kenningum um þýðingu vilja og væntinga samningsaðila við samningsgerð.
Annað
Gísli tók þátt í Norrænu málflutningskeppninni í Stokkhólmi árið 2024. Hann tók einnig virkan þátt í störfum Stúdentaráðs Háskóla Íslands meðfram námi og gegndi starfi lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu ráðsins frá 2023 til 2024.