Hrefna Björk Rafnsdóttir hdl.

Hrefna Björk Rafnsdóttir hdl.

Hrefna Björk starfar sem fulltrúi hjá OPUS lögmönnum. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og öðlaðist lögmannsréttindi ári síðar.

Helstu verkefni Hrefnu Bjarkar hjá OPUS lögmönnum eru á sviði fjölskylduréttar, barnaverndarréttar, fjármunaréttar, skipulagsréttar og skaðabótaréttar.

 

Starfsferill

Áður en Hrefna Björk hóf nám í lögfræði vann hún ýmis þjónustu- og sjálfboðaliðastörf og hefur hún jafnframt sinnt ýmsum störfum samhliða námi. Hrefna Björk kenndi m.a. upprifjunarnámskeið í fjölskyldu- og erfðarétti á vegum Nóbel námsbúða árið 2016 og var í starfsnámi hjá Íslensku lögfræðistofunni árið 2017. Loks réði hún sig til starfa hjá OPUS lögmönnum haustið 2017. Hrefna Björk var jafnframt aðstoðarkennari í eignarétti við Háskóla Íslands haustið 2017. 

Menntun

Hrefna Björk lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 2011. Hún hóf nám við lagadeild Háskóla Íslands árið 2013 og lauk B.A. gráðu í lögfræði með fyrstu einkunn árið 2016. B.A. ritgerð hennar er á sviði eignaréttar og fjallar nánar tiltekið um lögveðsheimild 48. gr. fjöleignarhúsalaga. Hrefna Björk lauk svo meistaragráðu frá lagadeild Háskóla Íslands með fyrstu einkunn árið 2018. Meistararitgerð hennar er á sviði eignaréttar og skipulagsréttar og fjallar nánar tiltekið um hverfisskipulag. Hrefna Björk öðlaðist loks málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2019.

Annað

Hrefna Björk tók virkan þátt í lögfræðiaðstoð Orators samhliða lögfræðináminu.