Sigurður Freyr Sigurðsson hdl.

Sigurður Freyr Sigurðsson hdl.

Sigurður Freyr Sigurðsson er einn eiganda OPUS lögmanna. Hann lauk MA-prófi frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2009 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2011.

Sérsvið Sigurðar eru refsiréttur, barnaréttur, barnaverndarmál og kaup og sala fasteigna. Þá hefur Sigurður sinnt samningagerð fyrir knattspyrnumenn og er skráður umboðsmaður hjá KSÍ. 

Sigurður sinnir allri almennri lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hefur mikla reynslu af verjanda- og réttargæslustörfum.

Starfsferill

OPUS lögmenn, eigandi frá 2020.

Sjálfstætt starfandi lögmaður, 2015-2019.

Háskólinn í Reykjavík, stundakennsla í sókn og vörn í sakamálum, 2017.

LRH, aðstoðarsaksóknari við kynferðisbrotadeild 2013-2015.

LRH, aðstoðarsaksóknari/fulltrúi, ákærusvið, 2009-2013.

Menntun

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2003. Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2009. Lokaritgerð hans var á sviði refsiréttar og fjallaði um stórfellt fíkniefnalagabrot, nánar tiltekið mörkin milli laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sigurður hefur sótt fjölda námskeiða, m.a. lokið sérhæfðu námskeiði varðandi rannsóknir kynferðisbrota, með áherslu á skýrslutökur af börnum.

Annað

KSÍ umboðsmaður, frá 2019.

Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2012.

Lögregluskóli ríkisins, kennsla í sakamálaréttarfari, 2012-2016.

Trúnaðarmaður hjá LRH fyrir Stéttarfélag lögfræðinga 2012-2015.

Stjórn BÍSN, 2007-2009.

Varaformaður Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, 2006-2007.

Stjórn Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, 2005-2006.