María Hrönn Guðmundsdóttir hdl.

María Hrönn Guðmundsdóttir hdl.

María Hrönn Guðmundsdóttir er einn af eigendum OPUS lögmanna. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2011 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi sama ár.

María Hrönn hefur víðtæka þekkingu á sviði lögfræðinnar en einna helst hefur hún sinnt störfum á sviði félagaréttar, gjaldþrotaréttar, stjórnsýsluréttar, vinnuréttar og hugverkaréttar.

Starfsferill

María Hrönn starfaði með námi í lagadeild Háskóla Íslands hjá lögmannsstofunni LEX ehf. og starfaði þar eftir útskrift frá árinu 2011 til ársins 2021. Í störfum sínum hefur María Hrönn sinnt verkefnum á flestum sviðum lögfræðinnar en einna helst á sviði félagaréttar, gjaldþrotaréttar, stjórnsýsluréttar, vinnuréttar og hugverkaréttar. María Hrönn hefur jafnframt víðtæka reynslu af ráðgjöf við innlenda og erlenda umbjóðendur, af samningagerð og úrlausn deilumála. Einnig hefur María Hrönn reynslu af málflutningi fyrir héraðsdómi og fyrir Félagsdómi.

Þá starfaði María Hrönn sem aðstoðarmaður dómara hjá Héraðsdómi Reykjaness á árinu 2018.

Árið 2021 flutti María Hrönn sig til OPUS lögmanna þar sem hún sinnir allri almennri lögfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Menntun

María Hrönn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 2003. Hún útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011. Lokaritgerð hennar fjallað um sniðgöngu félaga í fjármálagerningum.