Lilja Björg Ágústsdóttir hdl.

Lilja Björg Ágústsdóttir hdl.

Lilja Björg er einn eigenda OPUS lögmanna og hefur starfað sem lögmaður hjá fyrirtækinu síðan snemma árs 2019. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði árið 2017 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2018.

Sérsvið Lilju Bjargar eru á sviði sifjaréttar, barnaréttar, barnaverndarréttar, erfðaréttar og skipti þrota- og dánarbúa. Einnig hefur Lilja reynslu af sviði verktaka- og útboðsréttar og hefur sinnt ráðgjöf við fyrirtæki t.d varðandi viðskiptaskilmála, tilboðsgerð, gerð verksamninga og fl.

Starfsferill

Opus lögmenn, lögmaður 2019 -
Háskólinn á Bifröst, stundarkennari við félagsvísinda- og lagadeild 2017 -
Háskólinn á Bifröst, Samskiptastjóri og verkefnastjóri kennslu 2017 - 2019
Grunnskóli Borgarfjarðar, grunnskólakennari 2006 - 2013

Menntun

Lilja Björg útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2004. Hún er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Lilja lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2017 og hlaut verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í lagadeild Háskólans á Bifröst. Lokaritgerð hennar fjallaði um refsiábyrgð stjórnenda hlutafélaga og ber heitið ,,Mat dómstóla á refsiábyrgð stjórnenda hlutafélaga - Með áherslu á á athafnaleysisbrot samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda".

Annað

Lilja Björg stundaði starfsnám hjá Sýslumanninum á Vesturlandi sem liður í  grunnnámi í lagadeild og á lögmannsstofunni Lagaþingi í meistaranáminu. Þar sá Lilja um ráðgjöf í Kvennaráðgjöfinni, ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur og lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur í gegn um Mannréttindaskrifstofu Íslands ásamt almennum lögfræðistörfum.

Lilja Björg hefur langa reynslu af kennslu og sinnti aðstoðarkennslu við Háskólann á Bifröst meðfram námi en að því loknu hefur Lilja kennt námskeið á sviði lögfræði, bæði á grunn- og meistarastigi. Námskeið sem Lilja hefur séð um aðstoðarkennslu eða kennt eru m.a. á sviði  félagaréttar, skattaréttar, refsiréttar, almennrar lögfræði, réttarfars og fleiri.  

Trúnaðarstörf:
Forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð 2018 -
Byggðarráð Borgarbyggðar, aðalmaður og varaformaður 2018 -
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, aðalmaður í stjórn 2018-
Símenntunarmiðstöð Vesturlands, aðalmaður í stjórn 2019 -
Orkuveita Reykjavíkur, varamaður í stjórn 2018 -
Faxaflóahafnir, varamaður í stjórn 2018 -
Brákarhlíð dvalarheimili, varamaður í stjórn 2018 -
Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands, aðalmaður 2014 - 2018
Fræðslunefnd Borgarbyggðar, aðalmaður 2012 - 2019