Endurskipulagning

OPUS lögmenn hafa mikla reynslu og þekkingu á endurskipulagningu fyrirtækja sem lent hafa í erfiðleikum, einkum og sér í lagi erfiðum skuldavanda.

Samningar við kröfuhafa og endurskipulagning innviða fyrirtækja er meðal þess sem sérfræðingar okkar hafa sinnt í miklum mæli á þessum vettvangi undanfarin misseri.

Þá hafa OPUS lögmenn á að skipa reyndum og færum sérfræðingum á sviði gjaldþrotaréttar sem hafa mikla reynslu af skiptastjórn. Traustir og vandaðir verkferlar skipta miklu við störf sem lúta að meðferð þrotabúa og löng reynsla sérfræðinga okkar kemur að góðum notum í þessum vandasömu verkefnum.

OPUS lögmenn hafa reynslu af skiptastjórn í þrotabúum einstaklinga jafnt sem lögaðila.

Helstu sérfræðingar OPUS lögmanna á þessu sviði eru: