Oddgeir Einarsson hrl.

Oddgeir Einarsson hrl.

Oddgeir Einarsson er einn af stofnendum OPUS lögmanna og einn af fjórum núverandi eigendum stofunnar. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 2003, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi tveimur árum síðar og málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 2012.

Sérsvið Oddgeirs eru sifja- og erfðamál, barnaréttur, barnaverndarmál, vinnuréttarmál, samkeppnisréttarmál gjaldþrotaréttur og verjendastörf í sakamálum.

Starfsferill

Oddgeir starfaði sem fulltrúi Sýslumannsins á Húsavík árið 2003 en hafði áður unnið með námi hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Í störfum sínum sem fulltrúi sýslumanns annaðist Oddgeir fullnustugerðir, dánarbú, hjónaskilnaði og margt fleira. Oddgeir hóf störf hjá Fulltingi lögfræðiþjónustu (nú ADVEL) í lok árs 2003 og starfaði þar til og með árinu 2006 þegar hann stofnaði OPUS lögmenn ásamt tveimur öðrum lögmönnum. Hjá Fulltingi annaðist Oddgeir margvísleg mál fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Þá hefur Oddgeir áralanga reynslu af verjendastörfum í þágu þeirra sem grunaðir hafa verið um refsiverða háttsemi.

Menntun

Oddgeir hóf laganám í Háskóla Íslands 1998 og var Erasmus skiptinemi við Kaþólska háskólann í Leuven veturinn 2001-2002 þar sem hann lagði stund á evrópurétt og mannréttindi. Lokaritgerð Oddgeirs var á sviði samkeppnisréttar: Hugtakið markaðsráðandi staða í samkeppnisrétti. Oddgeir hefur lokið ýmsum námskeiðum sem haldin hafa verið á vegum Lögmannafélags Íslands.

Annað

Oddgeir var annar tveggja framkvæmdastjóra lögfræðiaðstoðar Orators veturinn 2002-2003. Þá birtist grein eftir hann í Úlfljóti árið 2004 sem bar heitið Hugtakið markaðsráðandi staða í samkeppnisrétti. Oddgeir hefur tekið að sér störf sem leiðbeinandi sem og prófdómari í lokaritgerðum við Háskólann á Bifröst auk þess að taka að sér að vera prófdómari við sama skóla.