Jakob Björgvin Jakobsson, hdl.

Jakob Björgvin Jakobsson, hdl.

Jakob Björgvin Jakobsson er einn af fjórum núverandi eigendum stofunnar og veitir hann fyrirtækja- og skattasviði forstöðu. Jakob lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi þremur árum síðar.

Sérsvið Jakobs eru skattaréttur, félaga- og fyrirtækjaréttur, samningaréttur, sifja- og erfðamál, barnaréttur og verjendastörf í sakamálum, sér í lagi skattsvikamálum.

Jakob sinnir skatta- og lögfræðiverkefnum fyrir endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið BDO ehf.

Starfsferill

Jakob stofnaði Arctic lögfræðiþjónustu árið 2016 og starfaði þar sem lögmaður þar til Arctic lögfræðiþjónusta og Opus ákváðu að sameina starfskrafta sína. Áður en Jakob stofnaði Arctic lögfræðiþjónustu starfaði Jakob sem verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte ehf., en hann hóf störf hjá Deloitte ehf. árið 2010 og vann þar til ársins 2016. Áður en Jakob gekk til liðs við Deloitte ehf. starfaði hann m.a. hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og skattstjóranum í Reykjavík. Samhliða starfi sínu hjá Deloitte ehf. starfaði Jakob sem lögmaður hjá Sköttum og ráðgjöf ehf., þá sem fulltrúi hjá Garðari Valdimarssyni, hrl., fyrrum ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, frá árinu 2013 fram til ársins 2015. Á árinu 2015 hóf Jakob störf sem lögmaður hjá Lögviti ehf. - lögmannsstofu og starfaði þar til ársins 2016 við lögmannsstörf. 

Í störfum sínum hefur Jakob unnið að mjög fjölbreyttum verkefndum, sér í lagi tengdum fyrirtækja- og skattarétti, en hann hefur í störfum sínum í gegnum tíðina m.a. sinnt verkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, þ. á m. varðandi endurskipulagningu, skattaskipulagningu, félagarétt og almenna ráðgjöf, ásamt því að hafa unnið verkefni fyrir mörg sveitarfélög og aðrar opinberar stofnanir.

Einnig hefur Jakob áralanga reynslu af verjendastörfum í þágu þeirra sem grunaðir hafa verið um refsivert brot á skattalögum og tengdum málum.

Þá hafa málefni barnaréttar verið Jakob lengi hugleikin og hefur hann undanfarin ár veitt ráðgjöf og sinnt réttargæslu fyrir umbjóðendur fyrir dómstólum og á stjórnsýslustigi á sviði og barna- og fjölskylduréttar, þ.m.t. í umgengnis- og forsjármálum.

Menntun

Jakob hóf laganám í Háskóla Reykjavík árið 2005. Lokaritgerð Jakobs var á sviði skattaréttar og fjallaði um"Mörk skatteftirlits og skattrannsókna". Jakob hefur lokið ýmsum námskeiðum sem haldin hafa verið á vegum Lögmannafélags Íslands.

Þá er Jakob með réttindi sem bæði löggiltur fasteigna og skipasali og hefur starfað sem slíkur um nokkurt skeið. Jakob er einnig löggiltur leigumiðlari. 

Annað

Jakob sinnir kennslu í skattarétti til prófs til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari, ásamt því að kenna námskeið hjá Háskóla Íslands á sviði félaga- og skattaréttar. Þá hefur Jakob haldið fjölmörg námskeið og fyrirlestra fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á sviði félaga- og skattaréttar.

Jakob er formaður Barnanna okkar, félags sem vinnur að réttindum barna gegn óréttmætum umgengnishindrunum. Þá sat Jakob í stjórn Lögréttu, félags laganema Háskólans í Reykjavík, frá 2007 til 2008, og var skemmtanastjóri Lögréttu á sama tíma. Jafnframt sat Jakob í stjórn Alumni, félags lagadeildar Háskólans í Reykjavík frá árinu 2013 til 2016.

Jakob hefur sinnt ritstörfum og birt greinar um ýmis lögfræðileg álitamál. Hér að neðan má sjá hluta af birtum greinum: