Flosi Hrafn Sigurðsson hdl.

Flosi Hrafn Sigurðsson hdl.

Flosi Hrafn Sigurðsson er einn af fjórum eigendum OPUS lögmanna.   Hann lauk MA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2010 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi síðar sama ár.

Sérsvið Flosa eru refsiréttur, stjórnsýsluréttur, skiptastjórn, útlendingamál og sifja- og erfðaréttur.

Starfsferill

Flosi starfaði hjá Veitu innheimtuþjónustu sumarið 2009 þar sem hann vann m.a. við löginnheimtu. Veturinn 2009-2010 starfaði hann hjá Advocatus lögmannsþjónustu meðfram námi. Þar annaðist hann fjölbreytt verkefni, m.a. á sviði samninga- og kröfuréttar. Flosi annaðist einnig aðstoðarkennslu í grunnnámi í lögfræði meðan á námi hans stóð, bæði í almennri lögfræði og stjórnskipunarrétti. Flosi hefur starfað hjá OPUS lögmönnum frá því í júlí 2010 en með lögmennskunni hefur hann sinnt stundakennslu í refsirétti við Háskóla Íslands. Sérsvið Flosa eru sifja- og erfðaréttur, sakamál, skiptastjórn, innheimtumál og útlendingamál.

Menntun

Flosi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 2004. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2010. Lokaritgerð hans var á sviði refsiréttar og fjallaði um mansal, nánar tiltekið 227. gr. a. hgl.

Annað

Á árinu 2008 tók Flosi þátt í málflutningskeppni Orators. Á árinu 2009 tók Flosi síðan þátt í norrænu málflutningskeppninni.