Þjónusta við húsfélög

Við ákvörðun um viðhald húsa og aðrar stórar framkvæmdir er fyrir öllu að rétt sé staðið að ákvarðanatöku á húsfundi. Oft er um mikla hagsmuni að ræða og dæmin sýna að húsfélög og stjórnarmenn þeirra geta lent í löngum málaferlum í þeim tilfellum sem ekki var staðið rétt að málum strax í upphafi.

Þess vegna bjóða OPUS lögmenn upp á sérfræðiaðstoð við fundarboðun, fundarstjórn og fundarritun húsfélagsfunda. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af slíkri fundarstjórnun og einnig viðamikla þekkingu af því að greiða úr málum þar sem mistök við stjórnun hafa  bakað húsfélögum vandræði. Fyrir húsfundaþjónustu greiðist fast gjald sem miðast við íbúafjölda hússins.

Á undanförnum misserum hafa OPUS lögmenn orðið varir við fjölgun mála vegna galla í nýbyggingum sem virðist mega rekja til hinnar hröðu uppbyggingar á árunum 2004-2007 og þeirrar staðreyndar að víða var kastað til hendinni er kapp var lagt á að klára þessar framkvæmdir á sem skemmstum tíma á undanförnum árum.

Réttarvernd kaupenda nýrra fasteigna er rík. Byggir hún bæði á lögum um fasteignakaup og á þeim lögum og reglum sem gilda um byggingarframkvæmdir. Á þessum lagagrundvelli geta húseigendur sótt bætur í hendur seljenda fasteignanna. Einnig kunna gallar að vera á ábyrgð byggingarstjóra, hönnuða eða eftir atvikum, annarra iðnmeistara sem að verkinu komu.

Allar nánari upplýsingar veitir Erlendur Þór Gunnarsson hrl. í síma 415-2200.

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu.

Aftur í fréttabréf