Ný heimasíða

OPUS lögmenn hafa tekið í gagnið nýja og endurbætta heimasíðu á slóðinni www.opus.is. Á síðunni er finna helstu upplýsingar um þá þjónustu sem OPUS lögmenn veita, starfsmenn stofunnar og ýmsar hagnýtar upplýsingar um starfsemina.

Nýja heimasíðan er hönnuð með það að markmiði hægt sé að skoða hana í öllum tegundum af tækjum, allt frá breiðskjáum í tölvum, yfir í spjaldtölvur og síma. Um er að ræða svokallaða dýnamíska hönnun og tekur umbrot síðunnar breytingum eftir því í hvaða tæki hún er skoðuð. Eftir því sem næst verður komist eru OPUS lögmenn fyrstir íslenskra lögmannastofa til að taka í gagnið heimasíðu með þessum eiginleikum.

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu.

Aftur í fréttabréf