Lagapunktar - Fréttabréf - September 2016

Notkun vátryggingafélaga á PC crash skýrslum við ákvörðun bótaréttar eftir umferðarslys

Vátryggingafélögin hér á landi hafa í auknum mæli sl. ár stuðst við svokallaðar PC crash skýrslur við ákvörðun bótaréttar einstaklinga vegna líkamstjóns eftir umferðarslys. Þessum skýrslum er ætlað að reikna út höggkraft og hraðabreytingu sem kemur á ökutæki við árekstur. Þær eru ekki sönnunargagn um það hvort einstaklingur sem lendir í árekstri hafi orðið fyrir líkamstjóni og geta því heldur ekki staðfest að einstaklingur sem lendir í umferðarslysi hafi ekki orðið fyrir líkamstjóni.

Nánar

Að halda eftir greiðslu vegna galla á fasteign

Í fasteignakaupum kemur sú staða gjarnan upp að kaupandi, sem á eftir að greiða seljanda kaupverðið að fullu, finnur eitthvað sem hann telur vera galla á fasteigninni. Áður en komið er að lokagreiðslu og afsali stendur kaupandi þannig oft frammi fyrir því hvort hann eigi að halda eftir hluta kaupverðsins vegna hins mögulega galla. Tilgangur þess að halda eftir greiðslu er þá yfirleitt sá að reyna að tryggja þann afslátt sem kaupandinn telur sig eiga rétt á eða knýja á um úrbætur.

Nánar

Hvað er gjafsókn?

Gjafsókn er í stuttu máli sagt fjárhagslegur stuðningur til einstaklings við rekstur dómsmáls. Hún felst í því að ríkið greiðir málskostnað sem einstaklingur hefur af máli, þ.e. þóknun lögmanns o.fl. Ríkið greiðir þá þóknun lögmanns, sem dómari tiltekur, en er þó ekki skuldbundið til að greiða þá þóknun sem lögmaður kann að áskilja. Gjafsókn breytir því heldur ekki að einstaklingnum kann að vera gert að greiða gagnaðila málskostnað.

Nánar

Meiðyrði á samfélagsmiðlum

Það er kunnara en frá þurfi að segja að samfélagsmiðlar eru orðnir einn helsti vettvangur samfélagsumræðu, skoðanaskipta og tjáningar af ýmsu tagi. Miðlar eins og Facebook, Instagram og Twitter gera fólki enda kleift að koma efni og skoðunum á framfæri með lítilli sem engri fyrirhöfn.

Nánar

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu. Ábyrgðarmaður er Erlendur Þór Gunnarsson hrl.