Innheimta skaðabóta vegna þvingunaraðgerða lögreglu

Þvingunaraðgerðir lögreglu geta verið verulega íþyngjandi fyrir þá sakborninga sem eru beittir þeim. Í flestum tilvikum líður þeim sem beittir eru slíkum aðgerðum illa, þeim finnst þeir hafa verið niðurlægðir og beittir miklum órétti. Sakborningar geta átt rétt á því að fá greiddar skaðabætur, bæði miskabætur og bætur vegna varanlegs tjóns á sál eða líkama, hafi refsimál gagnvart þeim verið fellt niður eða sakborningur sýknaður með endanlegri úrlausn dómstóla. Ekki skiptir máli hvort skilyrði hafi verið uppfyllt til þess að beita þvingunaraðgerðum þegar réttur aðila til bóta er metinn. Eingöngu er hægt að fella niður eða lækka bætur ef talið er að sakborningur sjálfur hafi með framferði sínu valdið því að hann hafi verið beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu.

Þeir sem beittir hafa verið eftirtöldum þvingunaraðgerðum fá sjálfkrafa gjafsókn til þess að reka skaðabótamál sín gagnvart íslenska ríkinu í málum af þessu tagi.

  • Handtaka sakbornings.
  • Haldlagning á munum sakbornings.
  • Húsleit í fasteign, bifreiðum eða öðrum hirslum sakbornings.
  • Líkamsleit á sakborningi.
  • Líkamsrannsókn á sakborningi, s.s. taka blóðsýna eða annarra lífsýna.
  • Læknisskoðun framkvæmd á sakborningi.
  • Sími sakbornings hefur verið hleraður.
  • Húsnæði sakbornings hefur verið hlerað.
  • Komið hefur verið fyrir eftirfararbúnaði í bifreið sakbornings.
  • Sakborningur hefur setið í gæsluvarðhaldi við rannsókn málsins.

Lögmenn OPUS lögmanna hafa mikla reynslu af kröfugerð gagnvart íslenska ríkinu í málum vegna þvingunaraðgerða lögreglu. Engin skuldbinding felst í því að hafa samband við OPUS lögmenn vegna kröfugerðar í málum af þessu tagi. Uppfylli viðskiptavinur skilyrði til þess að fá sjálfkrafa gjafsókn vegna kröfu um skaðabætur greiðir viðskiptavinur ekkert til OPUS lögmanna. Þóknun lögmanns og útlagður kostnaður vegna málsins fæst greiddur af íslenska ríkinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Flosi Hrafn Sigurðsson hdl. í síma 415-2200 eða í netfangið  flosi@opus.is.

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu. Ábyrgðarmaður er Erlendur Þór Gunnarsson hrl.

Aftur í fréttabréf