Sigur í einu stærsta forgangskröfumáli bankahrunsins

Fyrr á þessu ári féll í Hæstarétti dómur í máli Bank of Tokyo-Mitsubishi UFJ Ltd. (BTMU) gegn Kaupþingi. Mál þetta hefur verið rekið af OPUS lögmönnum fyrir hönd japanska bankans síðustu ár en það snérist um afhendingu á 50 milljónum dollara í gjaldmiðlaviðskiptum við Kaupþing sama dag og Kaupþing féll, eða þann 9. október 2008. Rúmum hálftíma áður en tilkynning var send út um fall Kaupþings afhenti japanski bankinn Kaupþingi 50 milljónir dollara en Kaupþing afhenti aldrei umsamda upphæð á móti, um 7 milljarða jena. Krafðist BTMU afhendingar á dollurunum í málinu.

Eftir langt og strangt ferli þar sem Kaupþing tók til varna á öllum stigum og hafnaði alfarið kröfum japanska bankans var Kaupþing í héraði dæmt til að afhenda BTMU 50 milljónir dollara utan skuldaraðar samkvæmt 109. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Var sá dómur staðfestur í Hæstarétti fyrr á þessu ári.

Mun þetta vera stærsta forgangskrafa sem fallið hefur kröfuhöfum Kaupþings í vil í málum sem rekja má til bankahrunsins. OPUS lögmenn hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir ýmsa fleiri aðila gagnvart gömlu bönkum með góðum árangri. Nánari upplýsingar veitir Borgar Þór Einarsson, hdl. (borgar@opus.is).

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu.

Aftur í fréttabréf