Lagapunktar - Fréttabréf - September 2013

Hópmálsókn á hendur Arion banka

OPUS lögmenn munu á næstu vikum þingfesta mál á hendur Arion banka ehf. fyrir hönd málflutningsfélagsins Hagavagnsins vegna útboðs á Högum sem haldið var fyrir tæpum tveimur árum.

Nánar

Málflutningur fyrir EFTA-dómstólnum

Á síðustu misserum hefur það færst í vöxt að íslenskir dómstólar leiti til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg þegar reynir á ákvæði EES-samningsins í ágreiningi fyrir dómstólum. OPUS lögmenn hafa á síðustu mánuðum flutt tvö umfangsmikil mál fyrir EFTA-dómstólnum eftir að Hæstiréttur nýtti sér heimild til að leita eftir áliti dómstólsins.

Nánar

Sigur í einu stærsta forgangskröfumáli bankahrunsins

Fyrr á þessu ári féll í Hæstarétti dómur í máli Bank of Tokyo-Mitsubishi UFJ Ltd. (BTMU) gegn Kaupþingi. Mál þetta hefur verið rekið af OPUS lögmönnum fyrir hönd japanska bankans síðustu ár en það snérist um afhendingu á 50 milljónum dollara í gjaldmiðlaviðskiptum við Kaupþing sama dag og Kaupþing féll, eða þann 9. október 2008.

Nánar

Aukið vægi Evróputilskipana við meðferð sakamála

Tilkoma innri markaðar Evrópusambandsins hefur leitt til stóraukinnar samvinnu milli einstaklinga og lögaðila í hinum mörgu og stundum ólíku lögsögum Evrópu. Þar að auki hefur Schengen-svæðið opnað landamæri milli flestra þessara lögsaga.

Nánar

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu.