Lögfesting gjaldeyrishafta

Gjaldeyrishöft voru fest í sessi með umfangsmiklum breytingum á lögum um gjaldeyrismál sem tóku gildi síðastliðið haust. Höftin voru sett haustið 2008 skömmu eftir hrun bankanna til að hindra útstreymi fjármagns í stórum stíl. Seðlabankinn hefur fram til þessa mótað reglurnar sem höftin byggjast á og gefið þær út með samþykki efnahags- og viðskiptaráðherra. Með lögfestingu reglnanna kvað löggjafinn upp úr um það að höftin verði lengur til staðar en ætlað var í upphafi. Nýleg lagabreyting þar sem hert var á höftunum staðfestir þetta.

Gjaldeyrishöftin hafa gríðarleg áhrif á íslenskt viðskiptalíf, sem og almenning. Meginreglan um frjálsa fjármagnsflutninga og frjáls viðskipti með gjaldmiðilinn er nú undantekning. Regluverk haftanna er í senn flókið og að mörgu leyti ógagnsætt. Brot á reglunum getur haft í för með sér allt að tveggja ára fangelsi. Afar mikilvægt er fyrir einstaklinga sem og forsvarsmenn fyrirtækja að leita sér ráðgjafar vegna viðskipta með gjaldeyri, fjármagnsflutninga, lántökur og fleira sem fellur undir gjaldeyrishöftin.

Sérfræðingar OPUS lögmanna á sviði bankaréttar hafa frá setningu gjaldeyrishaftanna aðstoðað íslensk fyrirtæki og einstaklinga í því að fóta sig í þessu framandi lagaumhverfi bæði við að tryggja að starfsemi fyrirtækja og viðskipti séu í samræmi við reglurnar og að annast umsóknir um undanþágu frá reglunum þegar við á.

Allar nánari upplýsingar veitir Borgar Þór Einarsson hdl. í síma 415 2200 eða á borgar@opus.is.

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu.

Aftur í fréttabréf