Lagapunktar - Fréttabréf - Tölublað 1, 2012

Vextir ólögmætra gengislána

Eftir dóm Hæstaréttar þann 15. febrúar sl., þar sem reyndi á útreikning og uppgjör vaxta aftur í tímann af íslensku láni sem bundið hafði verið við gengi erlendra gjaldmiðla, hefur verið nokkuð deilt um hvaða þýðingu þessi dómur hefur.

Nánar

Staða ábyrgðarmanna gagnvart fjármálafyrirtækjum

Allt frá bankahruninu haustið 2008 til dagsins í dag hefur fjöldi fólks leitað til OPUS lögmanna til að fá úr því skorið hver lagaleg staða þeirra er gagnvart þeim kröfum sem fjármálastofnanir beina að þeim. Óhætt er að slá því föstu að í mörgum tilvikum hefur ekki reynst lagastoð fyrir kröfum fjármálafyrirtækjanna og hefur það komið starfsmönnum OPUS lögmanna á óvart hversu algengt það er að fjármálafyrirtæki hafi brotið þær skyldur sem á þeim hvíla lögum og reglum samkvæmt. Má hér nefna ítrekuð brot á samkomulagi sem fjármálafyrirtækin stóðu að ásamt Neytendasamtökunum og stjórnvöldum um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga.

Nánar

Lögfesting gjaldeyrishafta

Gjaldeyrishöft voru fest í sessi með umfangsmiklum breytingum á lögum um gjaldeyrismál sem tóku gildi síðastliðið haust. Höftin voru sett haustið 2008 skömmu eftir hrun bankanna til að hindra útstreymi fjármagns í stórum stíl. Seðlabankinn hefur fram til þessa mótað reglurnar sem höftin byggjast á og gefið þær út með samþykki efnahags- og viðskiptaráðherra. Með lögfestingu reglnanna kvað löggjafinn upp úr um það að höftin verði lengur til staðar en ætlað var í upphafi. Nýleg lagabreyting þar sem hert var á höftunum staðfestir þetta.

Nánar

Dómafordæmi varðandi bótarétt einstaklinga með eigin atvinnurekstur

Hæstiréttur staðfesti í vetur dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli umbjóðanda OPUS lögmanna á hendur vátryggingafélagi vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi. Maðurinn, sem er menntaður hárgreiðslumeistari og rak einkafyrirtæki í faginu, var vegna afleiðinga slyssins metinn til 15% varanlegrar örorku og krafðist hann skaðabóta af hendi tryggingafélagsins.

Nánar

Fyrirvari: Þær upplýsingar sem fram koma í fréttabréfi þessu eru ekki lögfræðileg ráðgjöf. OPUS lögmenn bera ekki ábyrgð á tjóni sem hljótast kann vegna ákvarðana sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram. Er lesendum bent á að leita sér ráðgjafar hjá OPUS lögmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli upplýsinga sem finna má í fréttabréfinu.